Gúrti, GóGó og Magnús

Gúrti, GóGó og Magnús

laugardagur, 29. desember 2007

Timi á blogg?

Jæja, mér fannst nú vera kominn tími á að einhver myndi nú rita eitthvað hérna inn þannig ég ákvað bara að gera það á meðan það er svona rólegt í vinnunni...
jólafríið bara búið að vera nokkuð gott :) fékk fullt af flottum gjöfum og er mjög sátt með þær :) annan í jólum ball var mjög skemmtilegt þar sem við Elsa, Hrefna, Sara og Alex skemmtum okkur við það að herma eftir Sissa á dansgólfinu :D mín fékk svo bara far hjá lögreglunni heim en það var nú bara sökum hálku og þeim fannst ég vera svo skondin þarna á labbinu :)
gamla ASHEL (Arna, Sara, Hrefna, Elsa og Ljósbrá (ohh, við vorum svo svalar!) :) hittumst allar heima hjá mér í fyrsta skiptið í ég veit ekki hvað langan tíma! tókum við 3 actionary og eitt trival og átum að sjálfsögðu kökur og nammi :) þær vildu nú meina að það væri ekki gott að vera með mér í liði í actionary! skil þetta ekki... Ég og Elsa unnum allaveganna Trival :D
svo var það firmamótið góða í gær! og núna er ég með svo miklar harðsperrur að ég get varla hreyft mig! er með sperrur í öllu bakinu og það er ekki beint þæginlegt! annars töpuðum við nú öllum leikjunum en það er önnur saga ;) svo var kíkt á Sif um kvöldið í spil ásamt Elsu, Söru, Hrefnu, Viktori, Hjálmdísi, Kristíni og Kareni og ögn á Láruna... en það var nú ekki mikið fjör þar þannig við fórum nú bara snemma... Sif kom nú svo með mér að horfa á Pirates... at world's end en ég náði nú ekki að klára hana :)
svo er það að sjálfsögðu hið árlega bocciamót Viljans! þar verðum við pabbi og Stefanía að sjálfsögðu með lið eins og síðustu árin! nú er sko kominn tími á það að við vinnum! lendum alltaf í 2. sæti...
Svo má nú ekki gleyma því að hún Telma er komin í bæinn :) verður örugglega gert eitthvað skemmtilegt ;D
en jæja, ég held ég fari bara að segja þetta gott í bili :) enda þetta kannski á 7 staðreyndum um mig, ef ég get talið svo margar upp!

  1. Ég er með alveg gullfallegan skallablett á hausnum!
  2. Ég er hrædd við köngulær
  3. Ég hef æft á flautu, píanó, gítar og söng í tónlistarskólanum...
  4. Ég er meistari í því að gleyma hlutum!
  5. Ég er skírð í höfuðið á honum Ara afa mínum :)
  6. Ég eeeelska fiskibúðing í karrýsósu
  7. Ég horfði einu sinni á fyrstu myndina af Lord of the Rings 3svar sinnum sama daginn þegar ég var veik heima hjá mér með lungnabólgu og hafði ekkert betra að gera! myndin er 3 tímar!

jii, þetta var ekkert smá erfitt!

laugardagur, 22. desember 2007

Áskorun

Ég er nú bara að hugsa um að taka áskorunni hennar Sirrý og segja ykkur eins og svona 7 staðreindir um mig (GóGó).

  1. Ég er sjúklega hrædd við að vera í myrkri þar sem ég er svo hrædd um að bregða.
  2. Eftir að ég var búin að vera að æfa á flautu í 3 ár (í 4.bekk) þá vildi ég alltaf fara að æfa á píanó eða fiðlu, en núna 10 árum seinna er ég ennþá að æfa á flautu.
  3. Mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég er búin að spila Heims um Ból í kirkjunni.
  4. Mér finnst gaman að dútla mér við að pakka inn jólapökkum.
  5. Ég er með aukabein, eða bein sem að stendur útúr fótnum á mér.
  6. Ég er fædd í Danmörku
  7. Mér finnst mjög gaman að lesa, sérstaklega átakasögur kvenna sem enda misvel eða bara sögur sem enda vel jafnvel bara...eða eins og bræður mínir kjósa að kalla það Ostasögur =D
En ég minni samt á fimmtudag3þrautina sem er enn í fullu gangi! og ekki segja mér að það sé bara ein mynd sem að kemur fram....

kv,
GóGó

föstudagur, 21. desember 2007

Fimmtudags3þraut

Það voru Bara allir með rétt, eða allavegana sem að giskuðu á það sem að var í fimmtudags3þrautinni sem var nú lauflétt að þessu sinni.
En, enn og aftur þá sit ég hér inn á vaktinni á sjúkradeildinni og er að leika mér á netinu þar sem það er ekki mikið að gera hjá mér þessa stundina, allir búnir að fara á wc sem fara fyrir 5 venjulega=D
Mér var líka tilkynnt það að ég mætti ekki sofa lengi eftir vaktina þar sem að við erum að fara systkynin upp í Egs að kaupa föt og gjafir, voða voða gaman

En þá er komið að því sem að þú hefur verið að bíða eftir...3þrautinni
ég veit ekki hvort að hún verður erfið eða ekki, bara kemur í ljós! kannski bara svona melló

1. You're a great cheerleader, Aaron, and you're cute as hell, but maybe you're just not "boyfriend" material.

2. Honey, he'll be fine. It's the rest of the world I'm worried about...

3. It's hard to soar with the eagles when you're surrounded by turkeys.


Gangi ykkur nú vel að reyna við þetta!

GóGó

miðvikudagur, 19. desember 2007

Maður er bara alltaf að

Öss, annað blogg mitt af síðustu þremur! það er nú bara nokkuð gott :)
það er nú svo sem ekkert mikið í fréttum og ekkert stórbrotið sem hefur skeð síðustu daga í okkar litla heimi! ég er loksins komin í jólafrí frá skólanum, langt á eftir öllum öðrum... en það var svo þess virði ef það þýðir að maður nái að klára þennan skóla eitthvað fyrr... annars gengu prófin bara vel :) á reyndar eftir að fá eina einkunn úr sögu en ég reikna með því að hafa náð þeim áfanga :) ýkt stolt af sjálfri mér að fá 9 í hinum sögu áfanganum! held að ég hafi bara aldrei fengið 9 síðan ég byrjaði í menntaskólanum nema þá í lífsleikni (sem kom reyndar á óvart á sínum tíma sökum kjafts míns í þeim tímum ;)
helgin var bara hin fínasta... kíkt á láruna bæði kvöldin, nennti ekki á egs á laugardeginum og komu Gulla, Sif og Sirrý bara til mín í pítsu og svo komu Auður og Odda Bjö eftir þeirra jólahlaðborð... ekkert svo sem stóð uppúr þessari helgi nema þá helst bara það að ég endaði með eitt stykki úlpu sem ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að skila! mamma reddar þessu bara ;)
en jæja, Guðbjörg er reddí í bæinn og ætlar mín að fara að versla allar jólagjafir núna á næstu 3 klst eða svo ;)
veriði sæl ;*

laugardagur, 15. desember 2007

Seinbúin fimmtudags-3-þraut

Það er nú þannig að þegar maður er veikur uppi í rúmmi í 20 tíma án þess að borða nema 1 brauðsneið og fara 2 á klósettið, þá hefur maður nú bara anskoti mikið meira nóg að gera en að vera að setja einhverja 3þraut! en hérna þar sem að ég er nú á næturvakt og ekki búin að sofa í svona sólarhring (og ég vil nota tækifærið og segja að ég er EKKERT búin að sofna í nótt) bara hún Katla letibrók sem er eitthvað að leika sér grunsamlega mikið í Lay-z-boy stólnum). þannig að beisiklí er ennþá fimmtudagsnótt hjá mér, svo ég ákvað að setja svo sem eina létta fyrir mig allavegana þraut:

Þetta er úr bíómyndum:

1
"Hit this one, and I'll sleep with you." then "Too bad. You could've used the workout."

2
"Oh man. Well, we all gotta die, right? I'm the guy who gets to do it saving the world."

3
"Give her the right look, the right boyfriend, and bam. In six weeks she's being named prom queen. "

Vá hvað það var erfitt að gera þetta allt! ég var hreinlega ekki viss um hvort að ég gæti gert númer 2 =D

Reynið endilega við þetta! Ég pósta svo réttum svörum þegar að það eru nógu margir búnir að giska á þetta ;)

þriðjudagur, 11. desember 2007

jæja, nú er komið að mér

Klukkan er 02:25 og er borðandi malakoffsamloku, drekkandi pepsi max, horfandi á Dawson's Creek og nýkomin úr baði! Ástæða fyrir þessu svefnleysi mínu er sálfræðipróf sem ég þarf að taka eftir um það bil 7 og hálfan tíma... en ástæðan fyrir því að ég er ekki að læra akkurat núna er að ég ákvað að gefa mér pásu til 4 en þá mun ég halda áfram að fræða mig um afbrigðasálfræðina!
nánast allir komnir í jólafrí, nema ég... og sif! ekki nóg með það ég sé ekki búin með prófin, þá á ég heil 2 próf eftir! eða í rauninni þrjú! sögupróf á miðvikudaginn sem ég tek hérna í uppáhaldsskólanum mínum á landinu, Seyðisfjarðarskóla! gaman að segja frá því að ég týndi sögubókinni minni áðan á sjúkrahúsinu! fann hana svo í annað skiptið sem ég mætti á svæðið... svo þarf ég að taka heimapróf úr sögu 143 einnig á miðvikudaginn og hef ég 6 tíma til að klára það...
svo er planið að halda upp á prófalok um helgina! ræddi við mömmu áðan um það hvort einhverjar hræður mættu mæta hingað annaðhvort á föstudaginn eða laugardaginn og tók svo sem alveg í það þar sem hún verður hvort eð er ekki heima þessi kvöld... aldrei þessu vant! ræðum þetta frekar eftir miðvikudaginn stúlkur mínar! ;)
ágætis helgi nýliðin sem fór í blakmót á föstudagskvöldið og vökustaur á laugardagskvöldið hjá vinnunni... gaman að segja frá því að við unnum alla leikina á mótinu og ég held að ég leyfi mér að segja að ég hafi verið yngsti leikmaður mótsins... kjellan fékk meira að segja að byrja inná og allt! fótbolta hvað! núna er það bara blakið... ekki?
vökustaur einnig fínasta skemmtun og mín vann bara 2svar í bingóinu! ég fékk einn vinning og debbý og gústa einn vinning... svo var bara farið í leiki, drukkið og hlegið... svo var skellt sér á láruna að sjálfsögðu þar sem voru teknir nokkrir snúningar :) svo kúrði mín hjá henni Sif sætu og Atli Gunnar var þarna hjá okkur líka :)
jæja, núna er 1 klst og 20 mín þangað til ég ætla að halda áfram að lesa um geðklofa, geðhvörf, andfélagslegan persónuleika og margt fleira skemmtilegt í þeim dúr...
mér fannst nú bara rétt að rita ,,nokkur" orð þar sem ég ég held að ég hafi bara skrifað eina færslu hérna áður...
látið svo heyra eitthvað í ykkur! ;)

sunnudagur, 9. desember 2007

Dularfull símtöl

Þessi færsla er aðeins gerð með þær á Ljósvallargötunni í huga...

Þannig er mál með vexti að Pabbi hennar Sifjar hann Guðmundur var að halda upp á afmæli sitt í gær og mamma og pabbi voru boðin þangað! En þau ákváðu að gerast barnapíur í staðin og mamma ætlaði svo að hringja í hann Guðmund til þess að segja honum frá þessu og að þau myndu nú kannski bara kíkja í kaffi til hans á þriðjudaginn!

Og hún mamma hringdi í hann Guðmund! og fór að spjalla, þakkaði fyrir heimboðið og svona fínheit....komst síðan að því þegar hann var ekki alveg að fatta þetta að hún var að tala við Guðmund, en ekki var hann nú Gunnarsson...ekki nálægt því!

Hann var Magnússon! hehehehe...þá er mamma búin að vera að hringja stundum í hann á morgnanna til þess að athuga með færðina og svona...


en ég þarf að fara að læra fyrir sálfræði próf á morgun..

kv, Gógó!

fimmtudagur, 6. desember 2007

Fimmtudags þríþrautin

þessi unga dama á afmæli í dag og er 19 ára gömul takk fyrir...og óskum við henni til hamingju með þann merka áfanga í lífi sínu, love you longtime Gógó mín :P

http://picasaweb.google.com/Audurgudjonsd/8September
HrikalegtKvLd/photo#5116674642707251266

jáá eftir grát og gnístan tanna fékk ég að gera fimmtudags þríþrautina í dag... :D en samt ekki, Auður er bara svona góð að leyfa mér...


og hér kemur þrautin...
hvað heita þessi lög og hver er flytjandinn?

1. gaman er að kom'í keflavík

2. cause even when I dream of you

3. heyri engann mun á hávaða eða hljóði

jájájájá
rétt svör verða birt á sunnudaginn, og í verðlaun fyrir 3 af 3 er leindó, en ég veit að þetta eru eftirsóknarverð verðlaun

annars svona aðeins um það sem er að ske í mínu lífi sem er þetta: Afmælismatarboð hjá GóGó á morgun, Jólahlaðborð Brimbergs á laugardaginn og Palli mun verða deitið okkar Urðar, semsagt góð helgi framundan

verið sæl að sinni

kveðja
gulla

mánudagur, 3. desember 2007

Fimmtudags þríþrautin

aah...ætlaði nú að skrifa þetta inn í gær...en það gerir ekkert mikið til þótt að þetta hafi verið núna en ekki í gær :/

Rétt svör eru samt

1. Spongbob Squarpants - The movie
2. 10 things I hate about you
3. Djöflaeyjan

Annars má ég nú ekkert vera að þessu, ég á að vera að læra fyrir próf í Frönsku sem er á morgun klukkan 9 eða 1 man það ekki alveg :( Nenni ekki þessu prófa standi...

Í maí er ég svo að fara með familíunni til útlanda, þegar að Kristján er búinn í Samræmduprófunum...Jább, hann Kristján litli er að fara að klára Grunnskólann....ja-hérna, og ég er að fara að klára menntó!

Au revour!

GogóGogó!

laugardagur, 1. desember 2007

ný færsla

ég hef ákveðið að setja hér inn eins og eina línu meðan GóGó er að gera sig fallega... þannig að ég get ábyggilega sett margar línur þar sem hún á ekki auðvelt verk fyrir höndum :P hahahaHAHA
ég hef svosem ekki margt að segja... Er samt á leiðinni á ball.. nánar tiltekið El grillo ball þar sem gæðabandið Kóngulóar bandið mun leika fyrir dansi... útgáfuteiti El grillo kallsinns var í dag á eðalstaðnum kaffi láru, og ég get svo svarið að það er ekki oft sem staðurinn hefur verið svona troðinn... Dóra sagði mér samt (mjöög svo stolt) að þetta væri sko í annað skipti sem hún hefur komið inn á láru... fyrsta skiptið var þegar pabbi var þar, blindfullur og mamma fór að sækja hann eða e-ð. góð saga samt! :P
en það var samt gaman að sjá allt þetta fólk samankomið í höfuðstöðvunum, verst bara að alkaklúbburinn var ekki á staðnum það hefði verið fínt... klúbburinn hefði geta grætt hellings péning með því að fara með fólk í skoðunarferð um höfuðstöðvarnar

ég er samt að pissa í mig þaannig að...


knusogkram

gogulollola

fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Út á gólfið...

Það er Dansiball á Seyðisfirði um helgina. Tilefnið er útkoma bókarinnar um Eyþór, El grillo karlinn - Engin miskunn. Hlómsveitin Köngulóarbandið ætlar að spila.

Prófin eru að byrja hjá okkur Magnúsi, ég byrja á þriðjudaginn en Magnús á laugardaginn...ég fer í 3 próf sem er bara ljúft!

Nenni ekki að skrifa meira þar sem ég á að vera að skrifa ritgerð sem að gildir 25% af lokaeinkunn! og svo á ég að vera að gera ritgerð um Bitlaæðið, svo ef einhver á eitthvað efni um það má hann láta mig fá!

Ég er að hugsa um að koma með svona fimmtudags 3þraut...um bara allt mögulegt

1. úr hvaða mynd er þetta
I'm a goofy goobers yeah..
You're a goofy goobers yeah..
We're all goofy goobers yeah..
Goofy goofy goofy goobers yeah

2. I want you I need you, oh baby oh baby

3. Hey Joe, what do you know? you come from Mexico

Frekar auðvelt í byrjun...en ágætt til að hita sig upp fyrir Jólafrísgláp =)

GóGó

mánudagur, 26. nóvember 2007

jæja, nú er komið að mér :)

jáá, mér fannst sko við hæfi að Magnús litli myndi rita svo og svo sem eitt orð hér inn...
mín fékk bara nafnlaust sms frá siminn.is um þessa síðu og skildi ekki neitt í neinu en var það bara hún Auður litla að tilkynna mér að hún og jógúrtið góða hefðu stofnað blogg í okkar nafni...
ég verð nú samt að viðurkenna að ég kann nákvæmlega ekki neitt á þessa síðu! var að reyna eitthvað um daginn en þolinmæði mín entist ekki lengi!
ég á erfitt með að trúa því að það sé komin 26. nóvember strax! það eru að koma jól krakkar mínir! og það eru að koma próf þakka þér kærlega fyrir! ekki beint spennt fyrir því... en hvað getur maður svo sem gert!
mín búin að ákveða hvað GóGó og Gúrti fá frá mér í jólagjöf ;) þær verða alveg ýýýkt ánægðar með hana... mhm :)
svo er ball hér á laugardaginn og ætli maður skelli sér ekki á það! :) planið var að fara í smá áfengispásu, en maður veit ekki! :) er að fara í frönskupróf á mánudaginn þannig að ég á ekki eftir að eyða deginum í mikinn lærdóm ef ég þekki mig rétt... prófið heldur ekki fyrr en 1 ef ég man rétt þannig ætli maður vakni ekki snemma bara og læri eitthvað :) allt undir control hjá minni sko! :) svo verður mín ein heima helgina eftir próf! :D stelpur, við gerum eitthvað skemmtilegt þá :D en þá er familían að fara til akureyrar yfir helgi að versla fyrir jólin eða eitthvað! reikna allaveganna sterklega með því :) en þar sem mín er að vinna á föstudeginum og svo næturvakt á sunnudeginu þá kemst ég eigi! græt það svo sem ekkert :)
annars er mest lítið að frétta! skemmti mér alveg konunglega á 1.des og balli á föstudaginn :) náði samt að detta á hausinn og ég var EDRÚ! fannst það heldur kjánalegt! lá þarna eins og fáviti og langaði að hverfa! :) en það voru samt allir fullir í kringum mig þannig ég efa að það séu margir að muna eftir þessu :) hehe
en jæja, ætli maður fari ekki að segja þetta gott! voðalega get ég verið orðlöng ef það orð er til! ákvað bara að blogga þar sem ég er í matarpásu í vinnunni... við Katla pöntuðum okkur franskar í matinn og gáfum fólkinu :) ýkt góðar
en já, ég held ég stoppi hér ;) hafiði það bara gott ;)

föstudagur, 23. nóvember 2007

Það var neflinlega það...

Maður gerir smá vitleysu...eða réttara sagt smá mismælingu, og það er gert grín af manni bara eins og ekkert sé! hvað á það að þýða?
Ég held reyndar að ég verði að hætta að þræta við fólk um hluti, ég hef nefnlinlega yfirleitt rangt fyrir mér! eins og með það að mig MINNTI að það væri grameðla en ekki Pamela...ég meina það meikaði ekkert sence að vera að segja að maður vildi vera eins og Pamela í Dallas, það er öruglega fullt af konum sem heita Pamela og eiga heima í Dallas...en það er eitthvað nýtt að vera Grameðla!

Annars eru þau gömlu farin af landi brott og eru í Barcelona. Ég er að fara að vera á næturvökrum um helgina...sem þýðir að ég er ekki að fara að djamma...sem er kannski bara eins gott því það eru að koma próf...
Er samt hérna í Dalbrún 15 núna að passa littlu elskurnar mínar...

Svo er bara ein vika eftir af skólanum. eftir það verður LANGT þangað til að ég fer í skólann á hverjum degi, því að ég ætla að taka þessa 3 áfanga í fjarnámi eftir áramót og vinna 75% á sjúkrahúsinu með því!


GóGó

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

ég vild'ég væri grameðla í dallas

nýtt og ferskt blogg en gömul og úldin manneskja sem bloggar... :) get nú eiginlega ekki sagt að ég hafi mikið að segja een það er víst best að reyna að finna eitthvað eða réttara sagt einvat eheh
HAHAHA jáá lífið í fiskinum er alltaf jafn skemmtilegt, sérstaklega núna eftir að Urður er komin í sæluna til mín hún var nú reyndar veik í dag... litla skinnið held samt að aumingjaskapur hafi ráðið því að mestu... :P það er bara nákvæmlega ekkert búið að vera að gera hér í firðinum í langann tíma eða jú annars Herdís var hér.. það var gaman sérstaklega þegar Magnús fór heim með Sævari og allt varð vitlaust... eða allavega voru þrjá manneskjur að vona það een þeim varð ekki að ósk sinni... heimska fólk sem hefur ekki rass að gera nema að reyna að láta vini verða óvini. Höfuðstöðvarnar eru engannveginn að standa undir nafni, en ég og GóGó reyndum að koma Kötu upp á lagið að fara með okkur þangað, en fyrir einhverja undarlega ástæðu þá er hundleiðinlegt þegar hún kemur með okkur! Eftir mánuð kemur litli Bob og hans fjölskylda að heimsækja stóra Bob og ég get ekki beðið, keypti einmitt handa honum jólagjöf í dag Póstinn Pál á dívídí og tvær bækur um Snúð og Snældu (þá er ég ekki að meina mig og Daða ;P) Gyðulingur er líka að fara að koma heim í jólafrí og ég hlakka líka til að sjá Gyðu mína. og svo hlakka ég líka bara til jólanna samt finst mér eins og jólin séu ekki að koma því á sama tíma í fyrra voru jólin ekki að koma, ég var að undirúa mig andlega fyrir vera ekki heima hjá mömmu og pabba, en það tókst ekkert of vel því ég grenjaði allann Desembermánuð... eins og ég ætti lífið að leysa. kannski þessvegna sem ég er svona extra spennt...

en ég held samt að ég sé að verða uppiskroppa með ritefni

kv.

'gúrti :P

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Fyrsta bloggið okkar

Þar sem að þær Kleppsystur eru farnar, urðum við bara Skytturnar...

Hérna æltum við að blogga um djammið og lífið okkar og bara allt annað á milli himins og jarðar og bara það sem fólk þarf almennt að vita!

(Skytturnar eru semsagt, Ég (Auður), Gulla (Gúrti) & Arna (Magnús)