Gúrti, GóGó og Magnús

Gúrti, GóGó og Magnús

laugardagur, 3. maí 2008

moze

Mér leiðist en samt er ég spennt og er ekki viss hvusvegna... moze því Sirry er að fara að leika í kvöld. Hún verður pottþétt fræg og fer til hollívúdd. ég elska fuglasöng, því þá veit ég að sumarið er að koma. Ég get meiraðsegja svo svarið það að ég heyrði í einum hrossagauk um daginn.
allavega.. ég fór í klipp í gær, og er með nýtt hár.... muun styttra og ljósara

gs. (gunnisimma)

föstudagur, 2. maí 2008

P.S. (e.t.)

Þetta var gógó sem póstaði seinasta blogginu =)

kv,
Gógó

Þetta er Júróvísíon lag, þetta er júróvísíonlag....

Góðann DAginn...
Ég sem hélt að Gúrti ætlaði að blogg um daginn þegar að hún spurði mig um það hvernig hún kæmist inn á bloggið okkar, en svo var nú ekki.

Það er smá Trivial inn á síðunni minni sem að vert er að kíkja á.

Annars er mig farið að hungra í svo sem eitt spilakvöld eða svo. Það hefur ekki verið bara lengi, ekki síðan allt varð rafmagnslaust eða eitthvað álíka langt.
Ég má samt ekkert vera að því að blogga núna þar sem að ég á að vera að læra fyrir próf í þjálffræðinni. Ég er svo alls ekkert að nenna því að vera að læra fyrir próf þar sem að ég er ekkert búin að vera í skólanum eftir áramót (þá er ég að meina það að ég er ekkert búin að mæta í skólann sjálfann)

föstudagur, 11. apríl 2008

Hver stal Wöndu?

Ja hérna hvað er langt síðan það var bloggað, en samt ekkert svo =)

Skytturnar og Litli Jón allavegana ætla að hittast heima hjá Litlu-skyttu (örnu) á morgun til pizzu áts og söngs...ég er búin að vera að æfa mig á gítarinn í allann dag!


Svo er bara næturvaktir hjá okkur um helgina, en það verður bara lærdómur =/


Gítar-skyttan kveður að sinni....

laugardagur, 9. febrúar 2008

sæl og blessuð

jæja, ég hef ákveðið að rita nokkur orð hér, ykkar til mikillar skemmtunar... ekki satt? mest lítið að frétta úr firðinum fagra, en samt alltaf svo gaman hérna :) mín búin að vera á egs alla síðustu viku þar sem Barkaæfingar og stúss voru í gangi þannig ég ákvað bara að vera hjá Ásu frænku :) en svo var bara enginn Barki eftir allt saman þar sem veður er búið að vera leiðinlegt og Páll Óskar og Björgvin Franz vildu ekki taka sénsinn á því að komast ekki heim í dag...
þannig Láran góða var bara tekin á þetta eins og svo oft áður :) og það er alltaf klassískt :) fékk samt einhverja nokkra fyrirlestra frá fólki sem kannski gerði kvöldið aðeins minna skemmtilegt, en þetta var samt svo fínt eitthvað :) fullt af einhverjum Norðmönnum að reyna að dansa við allt og alla og ég var ekki alveg að fíla það...
svo er það planið að hittast aftur í kvöld og gera eitthvað skemmtilegt :) halda áfram að spila Undir sólinni sem var spilað í rafmagnsleysinu í gær sem hrjáði okkur í um það bil hálftíma... mjög kósý samt :)
jæææja, spurning um að hætta þessu og gera eitthvað af viti sem ég er nú búin að gera eitthvað lítið af í dag! ætla að heyra í stelpunum og tjekka á statusinum fyrir kvöldið :)
far vel ;)

fimmtudagur, 31. janúar 2008

mjájá

ég fék þá flugu í höfuðið að blogga, þarsem ég hef ekki rass betra að gera en það og er örlítið geðstirð eitthvað, eða ætti ég að segja einvat!
mér leiðist (sem er svosem ekkert nýtt) og það er slæmt veður úti! Hitti Katarínu í dag og við skelltum okkur á rúntinn, og festumst, í bílastæðinu hérna heima góóðuur.
ég fór til rvk um daginn með mömmu minni, sem er ekki lengur með gleruglur og er bara eins og glæný manneskja með engin gleraugu. Í rvk var margt keypt, hitti Herdísi og Sirrýjóns, sem saknaði mín svo mikið að hún kom bara aftur á seyðó og bara já. Góð helgi frammundan, vona ég allavega, síðasta helgi var góð kíkti á láru, hitti Lísu, var að vinna á þorró, þar sem ég rifjaði upp barvinnukunnáttu mína. Þaað var gaaman ég væri alveg til í að vinna ennþá á barnum, een svo er víst ekki

jæja kommenta svooo
annars fer þessi síða að deyja barasta held ég... hvað er líka sorglegra en að halda úti bloggsíðu sem enginn skoðar???

kv
gs.

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Heath Ledger DÁINN

Og það svona ungur, ég fékk mér bara smá sjokk þegar að ég las þetta...Hann var einn af uppáhalds leikurunum mínum :'( en jah, hvað getur maður sagt....

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/01/22/heath_ledger_latinn/

Annars var þetta alveg rétt með 3 þrautina sem að komið var

1. Lion King (Konungur Ljónanna)
2. Pocahontas (Pocahontas)
3. Aladin (Aladín)

kv. GóGó

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Er þetta að deyja út hérna hjá okkur Skyttunum 3?

Seinasta helgi var mögnuð, það er ekki annað hægt að segja um hana...Við fórum á laugardagskveldinu á Lárurnar bara upp úr 12 og þá var bara heglings af fólki þar þá. og allir bara í stuði!
Og klukkan svona hálf 5 þá fórum við í svakalega stórt og mikið "Partý" hjá Pólverjunum sem eiga heima á horninu á móti Láru. og ég kom ekki heim fyrr en klukkan um 7 eða yfir það jafnvel. Ég þarf samt að segja TAKK FYRIR HJÁLPINA við Hafþór Harðar, þar sem að hann tók bara stjórnina í sínar hendur og sagðist vera bróðir minn, til þess að losna við ákveðinn mann!
Hápunkturinn (sem voru samt nokkrir ) voru:
  • Þegar Þorgeir söng fyrir okkur og fór með alveg hellings vísu
  • Þegar öll Láran söng saman Bohemian Rhapsody í Karókí
  • Þegar Tjaldmaðurinn datt og Hjörtur sagði eitthvað við Örnu, sem ég man reyndar ekki hvað er í augnablikinu en það var fyndið!
  • Þegar Hafþór sagðist vera bróðir minn og ætlaði að berja Hjört ef hann ætlaði að fara heim með mér og ef hann færi ekki með mér heim væri hann eitthvað vitlaus
  • Þegar Ásgeir var að tala við mig við stigann og söng fyrir mig lagið sem að Maggi Bud syngur!
Ég var nú að hugsa um að hafa barasta eina 3-þraut þar sem að ég er nú byrjuð að blogga!

Þetta er úr þekktum bíómyndum

1. Kid, what's eatin' ya?
Nothing! He's at the top of the food chain!

2. No! If you kill him, you'll have to kill me too.
Daughter, stand back.
I won't! I love him, Father. Look around you. This is where the path of hatred has brought us. This is the path I choose, Father. What will yours be?

3. Wow. The palace looks pretty amazing, huh?
Oh, it's wonderful.
I wonder what it'd be like to live there, and have servants and valets.
Oh, sure. People who tell you where to go and how to dress.
That's better than here. You're always scraping for food and ducking the guards.
You're not free to make your own choices.
Sometimes you feel so...
You're just...
...trapped

jæja og getiði svo!

þriðjudagur, 8. janúar 2008

gleðilegt ár

jájájá... nýtt blogg á nýju ári.... og kannski kominn tími til..

margt skemmtilegt búið að ske um jólin.. Herdís var hér og Sirry er hér, litli maðurinn minn kom til að heimsækja bestu frænku sína :D og er farinn aftur , það var ákveðin fjölskylduferð til UK í sumar... og já allt að gerast bara
Ég fékk margt fallegt og skemmtilegt í jólagjöf og átti bara dásamleg jól í alla staði. :D


annars hef ég líka sorgarfrétt að færa tölvan mín er dáin... og það er nú frekar skrýtið að hafa enga tölvu en ég tók bara uppá þvi að horfa á dvd eins og ég ætti lífið að leysa.. oog ég held að ég sé búin að horfa á allar myndirnar mínar í jólafríinu...
svo byrjar nú vinnan góða á fimmtudaginn, og rvk í næstu viku..

ég veit samt ekkert hvað ég get bloggað um en ég ætla samt að taka áskoruninni frá Sirry og telja upp sjö staðreyndir um mig... betra er seint en aldrei ;P



1. ég er sjúklega hrædd við köngulær
2. ég á mjög erfitt með að segja nei
3. veit ekkert betra en að láta strjúka mér á bakinu :P
4. get verið frekar mikil ljóska
5. get sofnað í öllum sófum nema þessum sem er í stofunni hérna heima...
6. ég er mjög eirðarlaus mannsveskja
7. ég á bestu vini í öllum heiminumgeiminum (og ég er ekki bara að segja þetta vegna þess að þetta var númer 7 og vissi ekki hvað ég átti að skrifa.. þetta er alveg satt)

kv gulla