Gúrti, GóGó og Magnús

Gúrti, GóGó og Magnús

föstudagur, 23. nóvember 2007

Það var neflinlega það...

Maður gerir smá vitleysu...eða réttara sagt smá mismælingu, og það er gert grín af manni bara eins og ekkert sé! hvað á það að þýða?
Ég held reyndar að ég verði að hætta að þræta við fólk um hluti, ég hef nefnlinlega yfirleitt rangt fyrir mér! eins og með það að mig MINNTI að það væri grameðla en ekki Pamela...ég meina það meikaði ekkert sence að vera að segja að maður vildi vera eins og Pamela í Dallas, það er öruglega fullt af konum sem heita Pamela og eiga heima í Dallas...en það er eitthvað nýtt að vera Grameðla!

Annars eru þau gömlu farin af landi brott og eru í Barcelona. Ég er að fara að vera á næturvökrum um helgina...sem þýðir að ég er ekki að fara að djamma...sem er kannski bara eins gott því það eru að koma próf...
Er samt hérna í Dalbrún 15 núna að passa littlu elskurnar mínar...

Svo er bara ein vika eftir af skólanum. eftir það verður LANGT þangað til að ég fer í skólann á hverjum degi, því að ég ætla að taka þessa 3 áfanga í fjarnámi eftir áramót og vinna 75% á sjúkrahúsinu með því!


GóGó

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

líííklegt

Sirrý Jóns sagði...

...sko með Pamelu í Dallas er verið að meina hina gullfallegu Pamelu úr Dallas-þáttunum sem voru auðvitað í sýningum lööööngu fyrir ykkar tíð og endursýning líka... Bara svona ef þetta væri eitthvað vafamál í alvöru...

Nafnlaus sagði...

ég ætlaði ýkt að skrifa næstu færslu en neeei, ég er greinilega ekki partur af þessu öllu saman!

...dijóók ;)