- Ég er sjúklega hrædd við að vera í myrkri þar sem ég er svo hrædd um að bregða.
- Eftir að ég var búin að vera að æfa á flautu í 3 ár (í 4.bekk) þá vildi ég alltaf fara að æfa á píanó eða fiðlu, en núna 10 árum seinna er ég ennþá að æfa á flautu.
- Mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég er búin að spila Heims um Ból í kirkjunni.
- Mér finnst gaman að dútla mér við að pakka inn jólapökkum.
- Ég er með aukabein, eða bein sem að stendur útúr fótnum á mér.
- Ég er fædd í Danmörku
- Mér finnst mjög gaman að lesa, sérstaklega átakasögur kvenna sem enda misvel eða bara sögur sem enda vel jafnvel bara...eða eins og bræður mínir kjósa að kalla það Ostasögur =D
kv,
GóGó
1 ummæli:
mamma segir að það á að segja fætonum....
Skrifa ummæli