Þessi færsla er aðeins gerð með þær á Ljósvallargötunni í huga...
Þannig er mál með vexti að Pabbi hennar Sifjar hann Guðmundur var að halda upp á afmæli sitt í gær og mamma og pabbi voru boðin þangað! En þau ákváðu að gerast barnapíur í staðin og mamma ætlaði svo að hringja í hann Guðmund til þess að segja honum frá þessu og að þau myndu nú kannski bara kíkja í kaffi til hans á þriðjudaginn!
Og hún mamma hringdi í hann Guðmund! og fór að spjalla, þakkaði fyrir heimboðið og svona fínheit....komst síðan að því þegar hann var ekki alveg að fatta þetta að hún var að tala við Guðmund, en ekki var hann nú Gunnarsson...ekki nálægt því!
Hann var Magnússon! hehehehe...þá er mamma búin að vera að hringja stundum í hann á morgnanna til þess að athuga með færðina og svona...
en ég þarf að fara að læra fyrir sálfræði próf á morgun..
kv, Gógó!
sunnudagur, 9. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli