Gúrti, GóGó og Magnús

Gúrti, GóGó og Magnús

laugardagur, 22. desember 2007

Áskorun

Ég er nú bara að hugsa um að taka áskorunni hennar Sirrý og segja ykkur eins og svona 7 staðreindir um mig (GóGó).

  1. Ég er sjúklega hrædd við að vera í myrkri þar sem ég er svo hrædd um að bregða.
  2. Eftir að ég var búin að vera að æfa á flautu í 3 ár (í 4.bekk) þá vildi ég alltaf fara að æfa á píanó eða fiðlu, en núna 10 árum seinna er ég ennþá að æfa á flautu.
  3. Mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég er búin að spila Heims um Ból í kirkjunni.
  4. Mér finnst gaman að dútla mér við að pakka inn jólapökkum.
  5. Ég er með aukabein, eða bein sem að stendur útúr fótnum á mér.
  6. Ég er fædd í Danmörku
  7. Mér finnst mjög gaman að lesa, sérstaklega átakasögur kvenna sem enda misvel eða bara sögur sem enda vel jafnvel bara...eða eins og bræður mínir kjósa að kalla það Ostasögur =D
En ég minni samt á fimmtudag3þrautina sem er enn í fullu gangi! og ekki segja mér að það sé bara ein mynd sem að kemur fram....

kv,
GóGó

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mamma segir að það á að segja fætonum....