Gúrti, GóGó og Magnús

Gúrti, GóGó og Magnús

þriðjudagur, 11. desember 2007

jæja, nú er komið að mér

Klukkan er 02:25 og er borðandi malakoffsamloku, drekkandi pepsi max, horfandi á Dawson's Creek og nýkomin úr baði! Ástæða fyrir þessu svefnleysi mínu er sálfræðipróf sem ég þarf að taka eftir um það bil 7 og hálfan tíma... en ástæðan fyrir því að ég er ekki að læra akkurat núna er að ég ákvað að gefa mér pásu til 4 en þá mun ég halda áfram að fræða mig um afbrigðasálfræðina!
nánast allir komnir í jólafrí, nema ég... og sif! ekki nóg með það ég sé ekki búin með prófin, þá á ég heil 2 próf eftir! eða í rauninni þrjú! sögupróf á miðvikudaginn sem ég tek hérna í uppáhaldsskólanum mínum á landinu, Seyðisfjarðarskóla! gaman að segja frá því að ég týndi sögubókinni minni áðan á sjúkrahúsinu! fann hana svo í annað skiptið sem ég mætti á svæðið... svo þarf ég að taka heimapróf úr sögu 143 einnig á miðvikudaginn og hef ég 6 tíma til að klára það...
svo er planið að halda upp á prófalok um helgina! ræddi við mömmu áðan um það hvort einhverjar hræður mættu mæta hingað annaðhvort á föstudaginn eða laugardaginn og tók svo sem alveg í það þar sem hún verður hvort eð er ekki heima þessi kvöld... aldrei þessu vant! ræðum þetta frekar eftir miðvikudaginn stúlkur mínar! ;)
ágætis helgi nýliðin sem fór í blakmót á föstudagskvöldið og vökustaur á laugardagskvöldið hjá vinnunni... gaman að segja frá því að við unnum alla leikina á mótinu og ég held að ég leyfi mér að segja að ég hafi verið yngsti leikmaður mótsins... kjellan fékk meira að segja að byrja inná og allt! fótbolta hvað! núna er það bara blakið... ekki?
vökustaur einnig fínasta skemmtun og mín vann bara 2svar í bingóinu! ég fékk einn vinning og debbý og gústa einn vinning... svo var bara farið í leiki, drukkið og hlegið... svo var skellt sér á láruna að sjálfsögðu þar sem voru teknir nokkrir snúningar :) svo kúrði mín hjá henni Sif sætu og Atli Gunnar var þarna hjá okkur líka :)
jæja, núna er 1 klst og 20 mín þangað til ég ætla að halda áfram að lesa um geðklofa, geðhvörf, andfélagslegan persónuleika og margt fleira skemmtilegt í þeim dúr...
mér fannst nú bara rétt að rita ,,nokkur" orð þar sem ég ég held að ég hafi bara skrifað eina færslu hérna áður...
látið svo heyra eitthvað í ykkur! ;)

7 ummæli:

Skytturnar 3 sagði...

Mikið var að þú bloggaðir loksins!! hvernig gekk annars í prófinu? (eða gengur)

ég er alveg til í að halda uppá próflokin =)

Nafnlaus sagði...

heyrðu, það gekk bara skítsæmilega... gaman að segja frá því að ég náði náttúrufræði, uppeldisfræði og þessari ógeðs ensku! :)
ég talaði líka við Sif í dag og hún er geim í próflokadjamm :D

Nafnlaus sagði...

hvernig get ég haldið uppá próflok þegar ég er bara ekki í skóla??...

eða er ég ekki inní þessu dæmi?? :P

...ég er að spá í að búa til drama og er hérmeð búin að ákveða að mér sé ekki boðið og er farin í fílu.. :D:D:P

Nafnlaus sagði...

múhahahaha

Nafnlaus sagði...

bíddu, hver var að bjóða þér með?

Nafnlaus sagði...

ég gerði það bara sjálf

Nafnlaus sagði...

jájá, týpískt þú sko!