jólafríið bara búið að vera nokkuð gott :) fékk fullt af flottum gjöfum og er mjög sátt með þær :) annan í jólum ball var mjög skemmtilegt þar sem við Elsa, Hrefna, Sara og Alex skemmtum okkur við það að herma eftir Sissa á dansgólfinu :D mín fékk svo bara far hjá lögreglunni heim en það var nú bara sökum hálku og þeim fannst ég vera svo skondin þarna á labbinu :)
gamla ASHEL (Arna, Sara, Hrefna, Elsa og Ljósbrá (ohh, við vorum svo svalar!) :) hittumst allar heima hjá mér í fyrsta skiptið í ég veit ekki hvað langan tíma! tókum við 3 actionary og eitt trival og átum að sjálfsögðu kökur og nammi :) þær vildu nú meina að það væri ekki gott að vera með mér í liði í actionary! skil þetta ekki... Ég og Elsa unnum allaveganna Trival :D
svo var það firmamótið góða í gær! og núna er ég með svo miklar harðsperrur að ég get varla hreyft mig! er með sperrur í öllu bakinu og það er ekki beint þæginlegt! annars töpuðum við nú öllum leikjunum en það er önnur saga ;) svo var kíkt á Sif um kvöldið í spil ásamt Elsu, Söru, Hrefnu, Viktori, Hjálmdísi, Kristíni og Kareni og ögn á Láruna... en það var nú ekki mikið fjör þar þannig við fórum nú bara snemma... Sif kom nú svo með mér að horfa á Pirates... at world's end en ég náði nú ekki að klára hana :)
svo er það að sjálfsögðu hið árlega bocciamót Viljans! þar verðum við pabbi og Stefanía að sjálfsögðu með lið eins og síðustu árin! nú er sko kominn tími á það að við vinnum! lendum alltaf í 2. sæti...
Svo má nú ekki gleyma því að hún Telma er komin í bæinn :) verður örugglega gert eitthvað skemmtilegt ;D
en jæja, ég held ég fari bara að segja þetta gott í bili :) enda þetta kannski á 7 staðreyndum um mig, ef ég get talið svo margar upp!
- Ég er með alveg gullfallegan skallablett á hausnum!
- Ég er hrædd við köngulær
- Ég hef æft á flautu, píanó, gítar og söng í tónlistarskólanum...
- Ég er meistari í því að gleyma hlutum!
- Ég er skírð í höfuðið á honum Ara afa mínum :)
- Ég eeeelska fiskibúðing í karrýsósu
- Ég horfði einu sinni á fyrstu myndina af Lord of the Rings 3svar sinnum sama daginn þegar ég var veik heima hjá mér með lungnabólgu og hafði ekkert betra að gera! myndin er 3 tímar!
jii, þetta var ekkert smá erfitt!