jájájá... nýtt blogg á nýju ári.... og kannski kominn tími til..
margt skemmtilegt búið að ske um jólin.. Herdís var hér og Sirry er hér, litli maðurinn minn kom til að heimsækja bestu frænku sína :D og er farinn aftur , það var ákveðin fjölskylduferð til UK í sumar... og já allt að gerast bara
Ég fékk margt fallegt og skemmtilegt í jólagjöf og átti bara dásamleg jól í alla staði. :D
annars hef ég líka sorgarfrétt að færa tölvan mín er dáin... og það er nú frekar skrýtið að hafa enga tölvu en ég tók bara uppá þvi að horfa á dvd eins og ég ætti lífið að leysa.. oog ég held að ég sé búin að horfa á allar myndirnar mínar í jólafríinu...
svo byrjar nú vinnan góða á fimmtudaginn, og rvk í næstu viku..
ég veit samt ekkert hvað ég get bloggað um en ég ætla samt að taka áskoruninni frá Sirry og telja upp sjö staðreyndir um mig... betra er seint en aldrei ;P
1. ég er sjúklega hrædd við köngulær
2. ég á mjög erfitt með að segja nei
3. veit ekkert betra en að láta strjúka mér á bakinu :P
4. get verið frekar mikil ljóska
5. get sofnað í öllum sófum nema þessum sem er í stofunni hérna heima...
6. ég er mjög eirðarlaus mannsveskja
7. ég á bestu vini í öllum heiminumgeiminum (og ég er ekki bara að segja þetta vegna þess að þetta var númer 7 og vissi ekki hvað ég átti að skrifa.. þetta er alveg satt)
kv gulla
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Je ræt...ég veit alveg að þetta var bara afþví að þú vissir ekki hvað þú áttir að skrifa
Skrifa ummæli