miðvikudagur, 19. desember 2007

Maður er bara alltaf að

Öss, annað blogg mitt af síðustu þremur! það er nú bara nokkuð gott :)
það er nú svo sem ekkert mikið í fréttum og ekkert stórbrotið sem hefur skeð síðustu daga í okkar litla heimi! ég er loksins komin í jólafrí frá skólanum, langt á eftir öllum öðrum... en það var svo þess virði ef það þýðir að maður nái að klára þennan skóla eitthvað fyrr... annars gengu prófin bara vel :) á reyndar eftir að fá eina einkunn úr sögu en ég reikna með því að hafa náð þeim áfanga :) ýkt stolt af sjálfri mér að fá 9 í hinum sögu áfanganum! held að ég hafi bara aldrei fengið 9 síðan ég byrjaði í menntaskólanum nema þá í lífsleikni (sem kom reyndar á óvart á sínum tíma sökum kjafts míns í þeim tímum ;)
helgin var bara hin fínasta... kíkt á láruna bæði kvöldin, nennti ekki á egs á laugardeginum og komu Gulla, Sif og Sirrý bara til mín í pítsu og svo komu Auður og Odda Bjö eftir þeirra jólahlaðborð... ekkert svo sem stóð uppúr þessari helgi nema þá helst bara það að ég endaði með eitt stykki úlpu sem ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að skila! mamma reddar þessu bara ;)
en jæja, Guðbjörg er reddí í bæinn og ætlar mín að fara að versla allar jólagjafir núna á næstu 3 klst eða svo ;)
veriði sæl ;*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli