mánudagur, 26. nóvember 2007

jæja, nú er komið að mér :)

jáá, mér fannst sko við hæfi að Magnús litli myndi rita svo og svo sem eitt orð hér inn...
mín fékk bara nafnlaust sms frá siminn.is um þessa síðu og skildi ekki neitt í neinu en var það bara hún Auður litla að tilkynna mér að hún og jógúrtið góða hefðu stofnað blogg í okkar nafni...
ég verð nú samt að viðurkenna að ég kann nákvæmlega ekki neitt á þessa síðu! var að reyna eitthvað um daginn en þolinmæði mín entist ekki lengi!
ég á erfitt með að trúa því að það sé komin 26. nóvember strax! það eru að koma jól krakkar mínir! og það eru að koma próf þakka þér kærlega fyrir! ekki beint spennt fyrir því... en hvað getur maður svo sem gert!
mín búin að ákveða hvað GóGó og Gúrti fá frá mér í jólagjöf ;) þær verða alveg ýýýkt ánægðar með hana... mhm :)
svo er ball hér á laugardaginn og ætli maður skelli sér ekki á það! :) planið var að fara í smá áfengispásu, en maður veit ekki! :) er að fara í frönskupróf á mánudaginn þannig að ég á ekki eftir að eyða deginum í mikinn lærdóm ef ég þekki mig rétt... prófið heldur ekki fyrr en 1 ef ég man rétt þannig ætli maður vakni ekki snemma bara og læri eitthvað :) allt undir control hjá minni sko! :) svo verður mín ein heima helgina eftir próf! :D stelpur, við gerum eitthvað skemmtilegt þá :D en þá er familían að fara til akureyrar yfir helgi að versla fyrir jólin eða eitthvað! reikna allaveganna sterklega með því :) en þar sem mín er að vinna á föstudeginum og svo næturvakt á sunnudeginu þá kemst ég eigi! græt það svo sem ekkert :)
annars er mest lítið að frétta! skemmti mér alveg konunglega á 1.des og balli á föstudaginn :) náði samt að detta á hausinn og ég var EDRÚ! fannst það heldur kjánalegt! lá þarna eins og fáviti og langaði að hverfa! :) en það voru samt allir fullir í kringum mig þannig ég efa að það séu margir að muna eftir þessu :) hehe
en jæja, ætli maður fari ekki að segja þetta gott! voðalega get ég verið orðlöng ef það orð er til! ákvað bara að blogga þar sem ég er í matarpásu í vinnunni... við Katla pöntuðum okkur franskar í matinn og gáfum fólkinu :) ýkt góðar
en já, ég held ég stoppi hér ;) hafiði það bara gott ;)

3 ummæli:

  1. ooo jeij... nú erum við allar búnar að blogga :) jeiiijjj

    SvaraEyða
  2. Gúrti? er þetta Gúrti?!

    En loksins ritaði hún Magnús okkar nokkur vel völd orð!

    SvaraEyða
  3. jahá, þetta voru svo vel völd orð... mjög svo vel völd... valdin voru þau :) hehe

    SvaraEyða